Forsíða

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2017.

Opið fyrir umsóknir dagana 1.-30. nóvember.

Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2017 verður dagana 1.-30. nóvember nk.. Hver skóli ákveður þó lengd innritunartímabils síns skóla og er það í sumum tilfellum lengra en sameiginlegt tímabil skólanna. Upplýsingar um innritunartímabil hvers skóla má sjá undir flipanum „yfirlit skóla“ þegar komið er inn í umsókn.

Sótt er um með því að smella á hnappinn hér til hliðar „sækja um í framhaldsskóla“ og svo „ný umsókn“. Umsækjandi þarf að hafa Íslykil til að komast inn í umsóknina. Sótt er um hann á www.island.is og er hægt að velja um að fá hann sendan í heimabanka innan fárra mínútna eða á lögheimili, sem tekur 2-5 daga.

Innritun í fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa.

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið innritun@mms.is